Fimm verða teknir af lífi

Lögreglumaðurinn stóð vörð fyrir utan kirkju í Kaíró í Egyptalandi.
Lögreglumaðurinn stóð vörð fyrir utan kirkju í Kaíró í Egyptalandi. AFP

Fimm menn verða teknir af lífi í Kaíró í Egyptalandi fyrir að hafa drepið lögreglumann sem stóð vörð við kirkju í landinu. Tveir aðrir fengu lífstíðardóm fyrir morðið.

Um 500 lögreglumenn og hermenn hafa verið drepnir af uppreisnarmönnum í landinu frá því að Mohamed Morsi, fyrrum forseta landsins, var steypt af stóli í júlí í fyrra.

Hafa þeir reglulega gert árásir á öryggissveitir og þá hafa einnig nokkrir háttsettir lögreglumenn fallið í skotárásum eða sprengingum í Kaíró og öðrum borgum landsin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert