Fjölga sjúkrarúmum vegna ebólu

Sjúkrarúmum verður fjölgað verulega í landinu.
Sjúkrarúmum verður fjölgað verulega í landinu. AFP

Til stendur að fjölga sjúkrarúmum fyrir sjúklinga sýkta af ebólu í Monrovíu, höfuðborg Líberíu, úr 250 í 1.000 fyrir lok októbermánaðar. Sjúkrahús hafa neitað að taka við sjúklingum þar sem ekki eru laus rúm fyrir þá.

Mikilvægt er að þau sem smituð eru fái pláss á sjúkrahúsinu því ef þeim er hafnað fara þau aftur heim og smita þá hugsanlega fleiri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varaði við því fyrir tveimum vikum að hætta væri á að mörg þúsund manns gætu smitast í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert