Hnotubrjóturinn í eyðimörkinni

Margir tengja Hnotubrjótinn ef til vill vil jólin, ekki Kalahari-eyðimörkina. Dansflokkur frá Suður-Afríku vinnur nú að uppsetningu Hnotubrjótsins, balletts sem byggður er á sögu E. T. A Hoffmann. 

Hópurinn vinnur þó með örlítið annað umhverfi en reynt er að líkja eftir Kalahari-eyðimörkinni með myndum af steinum og strútum. Þá eru dansararnir léttklæddir, líkt og þeir myndu vera í eyðimörkinni sjálfri. 

Sagan fjallar um hnotubrjót sem er leikfang Maríu Stahlbaum. Hann lifnar við eftir að hafa unnið músakónginn í bardaga og við það fer hann með Maríu í töfraheim þar sem búa brúður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert