Viðkvæmum myndum lekið á ný

Mary-Kate Olsen er meðal þeirra sem varð fyrir árásinni að …
Mary-Kate Olsen er meðal þeirra sem varð fyrir árásinni að þessu sinni. mbl.is/Cover Media

Svo virðist sem fleiri viðkvæmum myndum og myndskeiðum af þekktum einstaklingum hafi verið lekið á netið. Kim Kardashian, Vanessa Hudgens og Mary-Kate Olsen eru meðal þeirra sem urðu fyrir árásinni.

Myndunum var deilt á síðunum 4chan og Reddit, en hafa nú verið fjarlægðar. Ekki er vitað hvaðan myndirnar koma. Talið er að um sé að ræða umfangsmikinn þjófnað á gögnum frá fólkinu, að óprúttnir aðilar hafi hakkað sig inn á iCloud-reikninga kvennanna og stolið myndunum þaðan.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú hvernig fjölda viðkvæmra mynda  af tugum þekkta einstaklinga úr skemmtiiðnaðinum var lekið á netið í síðasta mánuði. 

Leelee Sobieski, Kaley Cuoco, Avril Lavigne urðu einnig fyrir árásinni að þessu sinni. Þær hafa ekki tjáð sig um málið.

Einnig voru myndir af Hayden Panettiere og Jennifer Lawrence. Um nýjar myndir af þeim er að ræða, þ.e. ekki þær sömu og lekið var þegar fyrri árásin var gerð.

Apple herða öryggi eftir lekamál

Myndirnar taldar stolnar úr skýjunum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert