Barátta sem þolir enga bið

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvattí í dag þjóðir heims til að grípa þegar í stað til aðgerða gagnvart loftslagsbreytingum. Hann segir að tíminn til að koma í veg fyrir frekari eyðilegginu sé að renna út.

Obama lét ummælin falla á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóoðanna, aðeins örfáum klukkustundum eftir að hann gaf fyrirmæli um að gera ætti loftárásir á liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Ríki íslam í Sýrlandi. 

Obama segir að ógn stafi af loftlagsbreytingum og menn verði að bregðast við þegar í stað. Hann segir að það hvernig brugðist verði við þessum breytingum muni umfram allt annað skilgreina það hvernig þessi öld muni þróast.

„Við vitum hvað við þurfum að gera til að koma í veg fyrir óafturkræfa eyðilegginu. Við þurfum að draga úr losun koltvísýrings í okkar eigin ríkjum til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftlagsbreytinga,“ sagði forsetinn. 

Obama sagði ennfremur, að heimurinn yrði að aðlagast þeim breytingum sem ekki væri lengur hægt að forðast. 

Obama sagðist hafa fundað með Zhang Gaoli, aðstoðarforsætisráðherra Kína, í New York, en Kínverjar losa nú meira magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, sem valda loftlagsbreytingum heldur en Bandaríkjamenn.

Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti ávarp í New York í dag.
Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti ávarp í New York í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert