„Ég sé andlit þeirra, ég fæ martraðir“

Aria er fimmtán ára stúlka og býr í flóttamannabúðum í …
Aria er fimmtán ára stúlka og býr í flóttamannabúðum í Írak. AFP

Aria er fimmtán ára. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í tjaldi í Khanke-flóttamannabúðunum í norðvesturhluta Írak. Hún hefur ekki búið þarna lengi, búðirnar risu fyrir um mánuði síðan þegar stór hópur Jadsída kom frá Sinjar-fjalli í Norður-Írak á flótta undan liðsmönnum Ríki íslams.

Blaðamenn CNN heimsóttu Ariu nýlega, en hún vildi segja þeim sögu sína. Hún biður foreldra sína samt fyrst að yfirgefa tjaldið, hún vill ekki að þau heyri hvað hún hefur að segja.

Stúlkunum komið fyrir í litlum sendibíl

Fyrir sex vikum fór fjölskylda Ariu upp í bíl nágranna þeirra árla morguns. Þau höfðu heyrt að Ríki íslams væri á leiðinni og reyndu nú að flýja. Flóttinn bar ekki árangur, fljótlega var bifreiðin umkringd bílum. „Þau neyddu okkur út úr bílnum,“ segir Aria í samtali við blaðamenn CNN. Stúlkurnar og konurnar voru aðskildar frá mönnunum. Því næst var öllum stúlkunum komið fyrir í litlum sendibíl.

Ariu, 14 ára mágkonu hennar og fleiri stúlkum var ekið 120 kílómetra leið til höfuðvígis samtakanna í Írak í Mosul. Þar var þeim fylgt inn í hús á þremur hæðum þar sem þær voru lokaðar inni með öðrum unglingsstúlkum.

Stúlkurnar að snúa frá sinni trú og lesa kóraninn. „Nokkrar stúlkurnar sögðu, við höfum aldrei farið í skóla, við getum ekki lesið,“ segir Aria.

Var henni einnig nauðgað?

Hún dvaldi í húsinu í meira en þrjár vikur. Einn daginn birtist maður og tók tuttugu stúlkur með sér, þar á meðal mágkonu Ariu og nauðgaði hann henni. „Ég var svo hrædd. Mörgum vinkvenna minna var nauðgað. Það er erfitt að tala um það,“ segir Aria.

Aria er því næst spurð hvort henni hafi einnig við nauðgað. „Hún lítur beint áfram, starir á vegginn og kinkar kolli,“ segir í viðtali. „Ég sé andlit þeirra, ég fæ martraðir,“ segir hún.

Farið var með Ariu og vinkonu hennar til Falluja og voru þær í fylgd tveggja meðlima Ríkis íslams. Þeir neyddu þær til að giftast þeim og fengu þær síðan síma til að hringja í fjölskyldu sína og segja þeim að þær hefðu snúist til íslam. Ariu og vinkonu  tókst að sleppa úr húsinu og því dvelur hún núna í flóttamannabúðunum.

Verður að lifa með sorginni

Ariu er vissulega létt, en lífið er þó síður en svo erfitt. Fólkið í flóttamannabúðunum veit hvað kom fyrir hana og talar illa um hana.

Meðlimir Ríkis íslams sem héldu henni og stúlkunum í húsinu urðu reiðir þegar í ljós kom að tveimur hefði tekist að sleppa, hertu öryggisgæsluna og refsuðu þeim sem eftir voru með því að nauðga þeim.

„Ég verð að lifa með því,“ segir Aria að lokum.

Hér má lesa viðtalið við Ariu.

Hverjir eru jasídar?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert