Tveir grunaðir í tengslum við morðin

Lögreglan í Taílandi hefur borið kennsl á tvo menn sem eru grunaðir í tengslum við morðin á Hönnu Wit­her­idge og Dav­id Miller. Annar maðurinn hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið, en hinn hefur yfirgefið eyjuna þar sem morðin áttu sér stað. 

Samkvæmt upplýsingum sem lögreglan í Taílandi gaf frá sér í dag eru mennirnir tengdir leiðtoga eyjunnar Koh Tao. Annar þeirra var yfirheyrður fyrir nokkrum dögum síðan, áður en honum var síðar sleppt. Hinn maðurinn hefur farið til Bangkok. Nú reynir lögreglan á svæðinu að hafa uppi á báðum mönnunum.

Lík Wit­her­idge og Millers fund­ust fyr­ir rúmri viku síðan á eyj­unni Koh Tao. Lög­regla hefur skoðað ábend­ingu um að ástæða morðanna hafi verið af­brýðis­semi, en Wit­her­idge vildi ekk­ert með ung­an, tæl­ensk­an mann hafa kvöldið sem hún var myrt er hann reyndi að spjalla við hana á bar á eyj­unni.

Frétt mbl.is: Tvær konur rændar daginn fyrir morðin

Frétt mbl.is: Lík konunnar flutt heim

Frétt mbl.is: Parið myrt vegna afbrýðissemi?

Hannah Wit­her­idge og Dav­id Miller.
Hannah Wit­her­idge og Dav­id Miller. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert