80 ár frá jómfrúrferðinni

Áttatíu ár eru nú liðin frá því að eitt frægasta farþegaskip sögunnar, Queen Mary, fór í sína jómfrúarferð. Skipið var m.a. notað til að flytja hermenn til og frá vígstöðvunum í Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni.

Skipið var notað í slík verkefni þar sem það var hraðskreitt og gat borið marga. Dæmi eru um að 15 þúsund manna herdeildir hafi verið fluttar með skipinu í einu.

Queen Mary var í farþegasiglingum allt til ársins 1967. Þá var því siglt til Long Beach í Kaliforníu þar sem það liggur enn við bryggju og er nýtt sem hótel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert