Ruddist langt inn í Hvíta húsið

Staðið vörð við norðurinngang Hvíta hússins.
Staðið vörð við norðurinngang Hvíta hússins. AFP

Maðurinn sem stökk yfir öryggisgirðinguna sem umlykur Hvíta húsið komst mun lengra inn í hús Bandaríkjaforseta en greint var frá í fyrstu. Sætir nú bandaríska leyniþjónustan mikillar gagnrýni eftir atvikið.

Fram kemur á vefsíðu New York Times að maðurinn, sem heitir Omar J. Gonza­lez, hafi náð að yfirbuga kvenkyns leyniþjónustumann við norðurinngang Hvíta hússins og þannig rutt sér leið inn í hús forsetans.

Hljóp Gonzalez því næst inn í hið svokallaða austur-herbergi Hvíta hússins áleiðis í átt að græna-herberginu. Áður en honum tókst það var hann hins vegar stöðvaður af leyniþjónustumönnum. Í fyrstu var greint frá því að Gonzalez hafi einungis náð að stíga fæti inn í norðurinngang hússins áður en hann var yfirbugaður.

Ekki er vitað hvað honum gekk til með innbrotinu, en vegna at­b­urðar­ins þurfti að rýma húsið af ör­ygg­is­ástæðum. Það er afar sjald­an gert. Barack Obama Bandaríkjaforseti var ekki heima þegar atvikið átti sér stað. 

Frétt mbl.is: Komst langleiðina inn í Hvíta húsið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert