Landstjórnin riðar til falls

Aleqa Hammond
Aleqa Hammond Rax / Ragnar Axelsson

Þrír ráðherrar í grænlensku landstjórninni hafa sagt af sér í kjölfar þess að formaður landstjórnarinnar Aleqa Hammond óskaði í gær eftir leyfi frá störfum vegna rannsóknar á ásökunum um að hún hefði notað rúmar 106.000 danskar krónur (2,2 milljónir íslenskra) af opinberu fé í eigin þágu.

Um er að ræða tvo ráðherra frá Siumut flokknum, Nick Nielsen og Jens Erik Kirkegaard og  Steen Lynge, frá Atassut flokknum, samkvæmt frétt Politiken.

Nick Nielsen er menningar- og kirkjumálaráðherra,  Jens-Erik Kirkegaard er viðskipta- og atvinnumálaráðherra. Steen Lynge er heilbrigðisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert