Rasmussen stofnar ráðgjafafyrirtæki

Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO var á Íslandi fyrir skemmstu.
Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO var á Íslandi fyrir skemmstu. Árni Sæberg

Anders Fogh Rasmussen lætur af starfi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins nú um mánaðamótin og í viðtali við Berlingske í dag upplýsir hann um nýtt starf.

Rasmussen hefur stofnað ráðgjafafyrirtækið Rasmussen Global þar sem hann mun veita ráðgjöf á alþjóðlega vísu. Síðasti dagurinn hans hjá NATO var í gær en þar hefur Rasmussen starfað í fimm ár. Þar áður var hann forsætisráðherra Danmerkur.

Jens Stoltenberg tekur í dagvið stjórn hjá NATO en á yngri árum var hann harður andstæðingur bandalagsins.

Viðtal við Rasmussen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert