Þekktir skíðamenn fórust í snjóflóði

Carl Andreas Fransson
Carl Andreas Fransson Af bloggi Franssons

Lögregla í Síle hefur fundið lík tveggja skíðamanna sem hefur verið saknað frá því þeir lentu í snjóflóð á San Lorenzo fjallinu í Patagóníu á þriðjudag. 

Mennirnir, Kanadabúinn Jean-Philippe Auclair Svíinn Carl Andreas Fransson höfðu verið að skíða (extreme skiing) í fjallinu ásamt tveimur sænskum félögum sínum þegar þeir lentu í flóðinu. Félagar þeirra sluppu án meiðsla.

Hópurinn hafði komið til Aysen héraðs í Síle á fimmtudag í síðustu viku og hafði Fransson lýst því á vef sínum hversu mikið hann hlakkaði til þess að skíða á svæðinu. San Lorenzo fjallið er 3.600 metrar að hæð. Það er þekkt meðal ævintýrafólks fyrir spennandi brekkur en um leið oft stórhættulegar.

Auclair er gríðarlega þekktur í heimi skíðamanna sem fara ótroðnar slóðir en hann vann meðal annars við að hanna skíði og eins kom hann fram í kvikmyndum, samkvæmt BBC.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert