Turnspírur í stað Big Ben

Glerturnar hrúgast nú upp í miðborg London og víðar um borgina. Skiptar skoðanir eru meðal borgarbúa um þessa þróun en í borginni má m.a. finna hæstu byggingu innan landa Evrópusambandsins.

Glerhýsin breyta ásýnd borgarinnar mikið. Áður var það Big Ben og dómkirkja heilags Páls sem voru helstu kennileiti borgarinnar. En nú er allt breytt.

Sumir borgarbúar eru himinlifandi með skýjakljúfana en aðrir telja að með glerhýsunum miklu missi borgin sál sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert