Lögreglan skaut óvopnaðan mann til bana

Lögreglan í New York.
Lögreglan í New York. AFP

Lögreglan í New York skaut óvopnaðan mann til bana. Maðurinn hafði komið konu og tveimur börnum hennar til aðstoðar er maður vopnaður hnífi réðst að þeim.

Bandarískir fjölmiðlar segja að hinn látni sé Rafael Laureano, 51 árs. Þá er haft eftir lögreglunni að maðurinn hafi verið skotinn fyrir mistök.

Lögreglan segir í samtali við AFP-fréttastofuna að hún hafi verið kölluð út að íbúð í Brooklyn. Þar hafi vopnaður maður ráðist á konu og tvö ung börn hennar. Þau höfðu læst sig inni á baðherbergi.

„Eftir að hafa skipað manninum að sleppa hnífnum oft og mörgu sinnum, réðst lögreglan að manninum og skaut hann til bana,“ segir heimildarmaður AFP innan lögreglunnar.

Lögreglan segir að Laureano hafi einnig komið inn í íbúðina og hlotið skotsár. Hann hafi verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu lést Laureano af skotsárum. 

Konan og börn hennar sluppu ómeidd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert