Segir mótmælin vera innanríkismál

Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, varar fólk við því að taka þátt í ólöglegum mótmælum í Hong Kong. Hann segir mótmælin vera innanríkismál en John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur kínversk stjórnvöld til þess a að taka á mótmælunum af hófsemi. 

Í New York tóku um 350 manns þátt í mótmælum á Times torgi til stuðnings við mótmælin í Hong Kong en þar taka tugir þúsunda þátt í mótmælum á hverjum degi en mótmælendur krefjast lýðræðisumbóta. Í fleiri borgum Bandaríkjanna safnaðist fólk saman í gærkvöldi til þess að sýna mótmælendum stuðning en utanríkisráðherra Kína er nú staddur í Washington þar sem hann á fundi með ráðamönnum.

Í grein Boga Þórs Arasonar í Morgunblaðinu í dag kemur fram að mótmælendurnir sem hafa lagt undir sig götur í viðskiptahverfinu í miðborg Hong Kong eru sundurleitur hópur og án óumdeilds leiðtoga. Á meðal þeirra sem hafa verið í fylkingarbrjósti í fjöldamótmælunum eru sautján ára námsmaður, prófessorar, baptistaprestur og fésýslumaður.

Flestir þeirra sem hafa tekið þátt í mótmælunum eru námsmenn og fólk sem kennir sig við Occupy-hreyfinguna sem hófst í Bandaríkjunum. „Styrkur mótmælanna er fólginn í því að valddreifingin er svo mikil í hreyfingunni, þannig að það er ekki hægt að kveða þau niður með því að handtaka leiðtoga,“ hefur The New York Times eftir Maya Wang, sem hefur fylgst með mótmælunum á vegum mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. „Veikleiki mótmælanna felst auðvitað í því að komið gæti upp glundroði og klofningur ef ástandið breytist hratt. Þetta hefur gengið óvenjuvel til þessa en það gæti breyst.“

The Wall Street Journal hafði eftir heimildarmanni í stjórnkerfi Hong Kong að Leung Chun-ying, æðsti embættismaður sjálfstjórnarsvæðisins, hygðist reyna að þrauka mótmælin í von um að þau myndu fjara út, frekar en að beita valdi. Stjórnvöld í Kína hefðu sagt honum að hann gæti ekki kveðið mótmælin niður með ofbeldi og þyrfti að binda enda á þau með friðsamlegum hætti.

Þúsundir mótmælenda hafa sofið á götunum í viðskiptahverfinu síðustu nætur og lagt sig fram um að koma í veg fyrir óeirðir eða átök við lögreglumenn. Þeir hafa þótt sérlega agaðir og hæverskir í framkomu, beðið vegfarendur afsökunar á óþægindunum sem mótmælin hafa valdið í viðskiptahverfinu. Þeir hafa meðal annars hreinsað allt rusl á götunum til að koma í veg fyrir að það safnist upp og jafnvel gefið sér tíma til að flokka það.

Einu verjur mótmælendanna eru regnhlífar sem þeir hafa notað til að verjast rigningu, geislum sólarinnar og piparúða sem lögregla borgarinnar hefur beitt. Mótmælin hafa því verið kölluð „regnhlífabyltingin“.

Stuðningsmenn mótmælanna í Hong Kong komu saman í Los Angeles …
Stuðningsmenn mótmælanna í Hong Kong komu saman í Los Angeles í gærkvöldi AFP
Einu verjur mótmælendanna eru regnhlífar sem þeir hafa notað til …
Einu verjur mótmælendanna eru regnhlífar sem þeir hafa notað til að verjast rigningu, geislum sólarinnar og piparúða sem lögregla borgarinnar hefur beitt. Mótmælin hafa því verið kölluð „regnhlífabyltingin“. AFP
AFP
AFP
AFP
Frá Times Square í gærkvöldi
Frá Times Square í gærkvöldi AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert