Skaut 17 ára pilt til bana

AFP

Dómur yfir Michael Dunn, sem var ákærður fyrir að skjóta þeldökkan 17 ára dreng til bana á bílastæði árið 2012, var kveðinn í dag. Dunn var dæmdur sekur fyrir morð af fyrstu gráðu af kviðdómi í Jacksonville í Flórída. CNN greinir frá  þessu í dag.

Eins og mbl.is sagði frá fyrr á þessu ári  stoppaði Dunn bíl sinn við bensínstöð í Jacksonville þann 23. nóvember 2012. Þar var fyrir hópur af ungmennum sem spiluðu háa tónlist úr bíl sínum.

Dunn sagði við réttarhöldin að hann hefði beðið ung­menn­in að lækka í tón­list­inni sem Dunn taldi of há­væra. Þau neituðu og rifu kjaft við hann. Hann seg­ist hafa ótt­ast um líf sitt þegar ung­menn­in fóru út úr bif­reið sinni og gengu til hans. Sótti hann skamm­byssu sem hann geymdi í hanska­hólfi bif­reiðar sinn­ar og skaut í átt að þeim.

Að sögn Dunn hélt hann áfram að skjóta eft­ir að bif­reið ung­menn­anna var ekið af stað þar sem hann hafi ótt­ast um líf sitt og unn­ustu sinn­ar. Var hún þó ekki í bílnum þegar Dunn skaut heldur inni á bensínstöðinni.

Við rannsókn málsins fann lög­regla ekk­ert sem benti til þess að ung­menn­in hefðu verið vopnuð og þau neituðu því við yf­ir­heyrsl­ur að hafa ógnað Dunn.

Dunn skaut tíu skotum að bíl unglinganna og þrjú þeirra hæfðu drenginn sem lést. Dunn seg­ir að hann hafi ekki haft hug­mynd um að hann hefði skotið drenginn, Jordan Dav­is, fyrr en hann sá frétt­irn­ar þegar hann kom upp á hót­el. 

Fyrir utan réttarsalinn sagðist móðir Davis vera þakklát fyrir dóminn. Sagði hún hann tákna réttlæti en ekki aðeins fyrir son sinn. „Líka fyrir Trayvon og öll nafnlausu andlitin og þá sem fá aldrei rödd,“ sagði hún og var þá að vísa til Trayvon Martin sem skotinn var til bana sama ár af George Zimmerman. Zimmerman var sýknaður þrátt fyrir að Martin hafi verið óvopnaður er hann var skotinn. 

„Orð geta ekki lýst gleði okkar en heldur ekki sorg okkar því við vitum að Jordan hefur nú fengið réttlæti. Við vitum að líf hans og arfleið mun lifa áfram í öðrum en á sama tíma erum við sorgmædd að Michael Dunn lifi áfram. Við samhryggjum fjölskyldu hans, vinum og samfélaginu sem þurfa að þjást áfram vegna gjörða hans.“

Faðir Davis sagði jafnframt að dómurinn sýndi að Jacksonville væri dæmi um stað þar sem kviðdómur, sem samanstendur að mestu leyti af hvítum karlmönnum, geti komist að réttlátri niðurstöðu í máli sem tengist kynþáttum.

„Vonandi er þetta upphaf þeirra tíma þar sem við þurfum ekki lengur að sérstaklega athuga kynþátt kviðdómara,“ bætti hann við.

Saksóknari í málinu, Angela Corey sagði að Dunn yrði í fangelsi til æviloka. 

„Þetta er sönnun á réttlæti,“ sagði hún um dóminn. „Við trúum því að réttlæti sé það sterkt hér að Michael Dunn muni aldrei yfirgefa fangelsið.“

Fyrri fréttir mbl.is

„Þrá­tefli í kviðdómi“

„Seg­ist hafa skotið pilt­inn í sjálfs­vörn“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert