Hlupu með grímu vegna mengunar

Þúsundir maraþonhlaupara tóku þátt í alþjóðlega maraþoninu í Peking, höfuðborg Kína, sem haldið var í 34. skiptið þrátt fyrir mikla mengun í borginni. Gripu margir hlauparar á það ráð að hlaupa með andlitsgrímur til þess að eiga auðveldara með andardrátt.

Skipuleggjendur maraþonsins vöruðu þátttakendur hlaupsins við minniháttar mengunarmóðu en mengunin þótti mun meiri en lagt var upp með.

Sendiráð Bandaríkjanna sagði loftgæðin í borginni hafi verið hættuleg og líkti einn íbúa Peking lyktinni af loftinu við brunna kolamola. Þá sagði annar íbúi borgarinnar að erfitt hefði verið að sjá fyrir móðu og fólk hefði átt erfitt með andardrátt vegna mengunarmóðu.

Mengunin lífshættuleg

Gert er ráð fyrir því að mengunin hafi verið mun meiri en WHO, World Health Organization, segir í lagi. Að sögn samtakanna er óæskilegt og jafnvel hættulegt ef dagleg mengun mælist yfir 25 míkrógrömmum af ögnum á metra.

Bandaríska sendiráðið í Peking segir mengunina hafi á einum tímapunkti mælst í 400 mikrógrömmum á metra, en ef slík mengun varir í sólarhring er hún lífshættulegt fólki. Mengunarmóða með slíku magni af ögnum skaðar líkamann þar sem þær fara í lungu og jafnvel blóðrás fólks.  

Einhverjir þátttakenda gáfust upp í hlaupinu sökum mengunarinnar. Einn þáttakenda var Chas Pope, sem hljóp tíu kílómetra með grímu fyrir andlitinu og gafst svo upp. Sagði hann að skipuleggjendur maraþonsins hefðu átt að aflýsa hlaupinu þar sem loftgæðin hefðu ekki verið nægilega mikil fyrir útiveru.

Girmay Birhanu Gebru sigraði í karlaflokki en Fatuma Sado Dergo í kvennaflokki. Þau eru bæði frá Eþíópíu.

Frétt BBC

Girmay Birhanu Gebru var fyrstur í mark en hann hljóp …
Girmay Birhanu Gebru var fyrstur í mark en hann hljóp á 2 klukkustundum, tíu mínútum og 42 sekúndum. AFP
Sumir klæddu sig upp.
Sumir klæddu sig upp. AFP
Margir hlupu með grímur.
Margir hlupu með grímur. AFP
AFP
AFP
AFP
Mengunarmóðan var mikil.
Mengunarmóðan var mikil. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert