Segir Cameron gera söguleg mistök

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, segir að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sé að gera söguleg mistök með því að leggja til að hefta frjálst flæði fólks milli landa ESB.

Greint er frá þessu í Guardian í dag en líkur eru taldar á að þetta sé liður í brotthvarfi Breta úr ESB.

Þetta er sögð harkalegasta árás Barrosos á Íhaldsflokkinn breska og það hvernig flokkurinn tekur á málefnum ESB frá Brussel hingað til.

Barroso segir að ætlun Camerons sé að setja á laggirnar handahófskenndar reglur sem eigi að gilda um innflytjendur frá austurhluta Evrópu og þetta sé í andstöðu við lög ESB.

Árás Barrosos kemur töluvert á óvart enda hefur hann alltaf þótt afar hallur undir Breta í tíð sinni sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þykir afar óvenjulegt að hann skuli blanda sér inn í innanríkismál með ummælum um að Íhaldsflokkurinn ætti að læra af skosku þjóðaratkvæðagreiðslunni og ekki bíða fram á síðustu stundu með að gera jákvæða hluti líkt og þurfti að gera skömmu áður en þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin í Skotlandi.

Frétt Guardian

Jose Manuel Barroso
Jose Manuel Barroso AFP
Forseti Úkraínu, Petro Porósjenkó, forseti framkvæmdastjórnar ESB; Jose Manuel Barroso, …
Forseti Úkraínu, Petro Porósjenkó, forseti framkvæmdastjórnar ESB; Jose Manuel Barroso, kanslari Þýskalands, Angela Merkel og forsætisráðherra Bretlands, David Cameron AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert