Tveir ráðherrar segja af sér

Nú eru eftir þrjár
Nú eru eftir þrjár AFP

Tvær konur í ríkisstjórn Shinzos Abes í Japan hafa sagt af sér vegna ásakana um að hafa misnotað fé.

Það eru þær Yuko Obuchi iðnaðarráðherra og Midori Matsushima dómsmálaráðherra sem hafa sagt af sér eftir að þær voru sakaðar um að hafa misnotað fé úr opinberum sjóðum. Stjórnarandstaðan segir að þær hafi ætlað sér að kaupa atkvæði með þessu.

Eftir þetta eru einungis þrjár konur eftir í ríkisstjórninni. Abe hafði vonast til þess að skipun fleiri kvenna myndi hafa jákvæð áhrif á stöðu stjórnarinnar en konur hafa átt erfitt uppdráttar í japönskum stjórnmálum.

Abe sagði við fréttamenn í dag að hann tæki á sig ábyrgðina, það hefði verið hann sem skipaði þær í embætti á sínum tíma. Hann baðst innilegrar afsökunar á þessu og sagði að nýir ráðherrar yrðu skipaðir í þeirra stað á næstu dögum.

Yuko Obuchi tilkynnti í dag um afsögn sína
Yuko Obuchi tilkynnti í dag um afsögn sína AFP
Midori Matsushima
Midori Matsushima AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert