Ökumaður snjóplógsins drukkinn

Christophe de Margerie
Christophe de Margerie AFP

Ökumaður snjóplógs, sem lenti í árekstri við flugvél forstjóra franska olíufélagsins Total á flugvellinum í Moskvu í gærkvöldi, var drukkinn. 

Forstjóri Total, Christophe de Margerie, lést í slysinu ásamt öllum öðrum um borð í flugvélinni.

Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem komu að rannsókn slyssins var ökumaðurinn drukkinn en í fyrstu hafði verið talið að flugumferðarstjórar á flugvellinum hefðu gert mistök.

Margerie, sem var 63 ára að aldri, hefur verið forstjóri Total frá árinu 2007 en Total er þriðja stærsta olíufélag Evrópu. Auk hans var þriggja manna áhöfn um borð í flugvélinni þegar slysið varð. 

Flugvélin, Falcon-50, var að undirbúa flugtak þegar slysið varð skömmu eftir miðnætti að staðartíma, um áttaleytið að íslenskum tíma. Vélin var á leið til Parísar en allir um borð voru franskir.

Le Parisien

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert