Pistorius fékk fimm ára dóm

Oscar Pistorius
Oscar Pistorius AFP

Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi en hann skaut unnustu sína Reevu Steenkamp til bana á valentínusardaginn í fyrra.

Dómarinn Thokozile Masipa dæmdi Pistorius einnig í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, samkvæmt frétt BBC.

Saksóknari hafði krafist þess að Pistorius yrði dæmdur í tíu ára fangelsi hið minnsta en verjendur hans höfðu farið fram á að hlauparinn yrði dæmdur í samfélagsþjónustu og stofufangelsi.

Pistorius var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi en sýknaður af ákæru um morð. Masipa sagði þegar hún hóf að lesa upp refsinguna í morgun að hún hefði fengið aðstoð hjá aðstoðarmönnum en ákvörðunin væri hennar.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert