„Réttlætinu er fullnægt“

June Steenkamp, móðir Reevu, við réttarhöldin í Pretoriu.
June Steenkamp, móðir Reevu, við réttarhöldin í Pretoriu. AFP

Foreldrar Reevu Steenkamp, sem Oscar Pistorius var í morgun dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að skjóta til bana, segja réttlætinu hafa verið fullnægt.

Barry og June Steenkamp ræddu við blaðamenn fyrir utan dómshúsið í morgun eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. Þau segjast fegin því að réttarhöldunum skuli loks lokið. Réttarhöldin stóðu í sjö mánuði.

„Ég er bara fegin að þessu er lokið,“ sagði móðir Reevu. Faðir Reevu sagði hins vegar: „Við erum sátt við niðurstöðuna.“

Fréttaritari Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að June Steenkamp hafi sagt í réttarsalnum í dag að réttlætinu væri fullnægt.

Talið er að Oscar Pistorius muni afplána 10-20 mánuði dómsins í fangelsi. Í frétt Sky kemur fram að hann sé þegar kominn í fangelsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert