Framkvæmdastjórn Junckers samþykkt

Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Evrópuþingið hefur lagt blessun sína yfir nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir forystu Jean-Claude Juncker. Samtals greiddu 423 þingmenn atkvæði með nýrri framkvæmdastjórn en 209 voru andvígir henni. 67 þingmenn sátu hjá.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að til samaburðar hafi síðasta framkvæmdastjórn ESB sem tók við völdum 2010 verið samþykkt með atkvæði 488 þingmanna á Evrópuþinginu en 137 hafi hafnað henni. Þá hafi 72 setið hjá. Síðan þá hafi fjöldi þimgmanna á Evrópuþinginu hins vegar aukist úr 736 í 751.

Ný framkvæmdastjórn tekur við völdum 1. nóvember næstkomandi en kjörtímabil hennar er fimm ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert