Ákærðir fyrir koss á almannafæri

Mennirnir kysstust löngum og ástríðufullum kossi. Myndin tengist fréttinni ekki …
Mennirnir kysstust löngum og ástríðufullum kossi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Tveir ítalskir karlmenn hafa verið ákærðir að hafa með „löngum og ástríðufullum“ kossi brotið gegn friði.

Mennirnir kysstust er þeir tóku þátt í mótmælum í mars á þessu ári en í skýrslu lögreglu kom fram að kossinn hefði „vakið viðbjóð“ hjá gangandi vegfarendum.

Mennirnir eru hluti af hóp sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra. Mótmælin fóru fram í borginni Perugia.

Þegar hópurinn var beðinn um að færa sig, kysstust mennirnir lengi og innilega „fyrir framan margar fjölskyldur með börn og unglinga,“ sagði í skýrslu lögreglu.

Fjórir úr hópnum hafa verið ákærðir fyrir ólöglegar mótmælaaðgerðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert