Hætti við sýningu vegna líflátshótana

Danski galleríeigandinn Kristian von Hornsleth er hættur við að sýna verk sænska götulistamannsins Dan Park eftir honum bárust líflátshótanir. Samtökin Trykkefrihedsselskabet, sem skipuleggja sýninguna leita nú að öðru húsnæði fyrir sýninguna en Dan Park situr í fangelsi í Svíþjóð fyrir rasisma. Park var dæmdur í september fyrir verk sem þykja brjóta gegn lögum sem banna kynþáttaníð.

Politiken birtir hér mynd af verkinu sem hann var dæmdur fyrir en ákvörðun um að sýna verk Parks í Danmörku hafa vakið harða gagnrýni. 

Í síðustu viku voru unnin skemmdarverk á galleríi Hornsleth og segir hann að þegar honum fóru að berast líflátshótanir hafi hann ákveðið að hætta við sýninguna.  Þetta snúist ekki lengur um list heldur félagsleg- og pólitísk málefni. 

Verkin sem um ræðir eru verk sem sænsk yfirvöld kröfðust að yrði eytt þar sem í þeim væri að finna níð um litað fólk og róma fólk. 

<a href="http://ekstrabladet.dk/nyheder/samfund/article5261557.ece" target="_blank">Ekstrabladet</a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert