20 látnir eftir að bát hvolfdi

Kariba áin
Kariba áin Af vef Wikipedia

Talið er að minnst 20 hafi látist í Sambíu þegar bát hvolfdi á Kariba vatni í dag. Hátíðarhöld standa yfir í landinu þar sem 50 ár eru liðin frá sjálfstæði þjóðarinnar. 

Um borð í bátnum voru þrír kennarar og 21 nemandi, samkvæmt fréttastofu AFP. Var fólkið á leið sinni í annan skóla til að fagna sjálfstæðinu.

„Um 24 frá Henga Primary skólanum í Gwembe eru taldir hafa látist í Kariba vatni í dag eftir að bátinum sem þau voru í hvolfdi,“ sagði heimildarmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert