Hjúkrunarkonurnar lausar við ebólu

Barack Obama faðmar Ninu Pham, nokkrum klukkustundum eftir að hún …
Barack Obama faðmar Ninu Pham, nokkrum klukkustundum eftir að hún var útskrifuð af sjúkrahúsi. AFP

Tvær bandarískar hjúkrunarkonur sem sýktar voru af ebólu eru nú lausar við vírusinn. Fréttastofan AFP greinir frá þessu. Konurnar höfðu sýkst þegar þær hjúkruðu dauðvona sjúklingi sem sýktur var af veirunni í Dallas í Texas. 

Önnur þeirra, Nina Pham, átti fund með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í dag, aðeins nokkrum klukkustundum eftir hún var útskrifuð af sjúkrahúsi.

„Mér finnst ég lánsöm og blessuð fyrir að fá að standa hér í dag,“ sagði hún. „Ég er nú á leið minni aftur til bata.“ Þá þakkaði Pham öllum þeim sem hafa beðið fyrir henni, og bað svo um næði til þess að fá að jafna sig og snúa aftur til Texas til að hitta hund sinn, Bentley.

Fyrsta ebólusmitið í New York var staðfest í gær, en lækn­ir sem ný­lega sneri aft­ur eft­ir að hafa starfað með ebólu­sjúk­ling­um í Gín­eu greind­ist smitaður af veirunni. Lækn­ir­inn, Craig Spencer, er 33 ára að aldri. Hann er nú í ein­angr­un á sjúkra­húsi í New York en hann er sá fjórði sem er greind­ur með ebólu í Banda­ríkj­un­um en sá fyrsti utan Texas.

Yfir 4.800 hafa lát­ist af völd­um veirunn­ar, sem geis­ar nú harðast í Líb­eríu, Gín­eu og Síerra Leóne. Veir­an smit­ast með blóði og lík­ams­vess­um og ekk­ert bólu­efni er til gegn henni. Töl­ur um hlut­fall þeirra sem lát­ast af völd­um henn­ar eru nokkuð mis­mun­andi, en yf­ir­leitt er talað um að 2/​​3 þeirra sem sýk­ist af veirunni lát­ist inn­an nokk­urra daga.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert