Óttast um fleiri smit í Malí

Ebóla hefur dregið hátt í 5.000 manns til dauða.
Ebóla hefur dregið hátt í 5.000 manns til dauða. AFP

Óttast er að fleiri hafi smitast af ebóluveirunni í Malí, eftir að tveggja ára gömul stelpa sem var fyrsti staðfesti sjúklingurinn þar í landi, lést í dag. Stúlkan var ný­lega kom­in til lands­ins eft­ir heim­sókn til Gín­eu, þar sem hún sýkt­ist. 

Stúlkan hafði sýnt einkenni, þar á meðal blóðnasir, þegar hún ferðaðist með rútu frá Gíneu til Malí, yfir þúsund kílómetra. Fjörtíu og þrír einstaklingar, þar á meðal tíu heilbrigðisstarfsmenn, sem höfðu verið í snertingu við stúlkuna hafa nú verið færðir í einangrun. 

„Ástand barnsins í rútuferðinni er sérstakt áhyggjuefni, þar sem þar voru möguleikar á smiti á mörgu fólki,“ sagði talsmaður alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Móðir stúlkunnar lést úr ebólu í Gíneu fyrir nokkrum vikum síðan, og var því verið að koma barninu til ættingja í Malí.

Yfir 4.900 hafa nú lát­ist af völd­um veirunn­ar, sem geis­ar harðast í Líb­eríu, Gín­eu og Síerra Leóne. Veir­an smit­ast með blóði og lík­ams­vess­um og ekk­ert bólu­efni er til gegn henni. Töl­ur um hlut­fall þeirra sem lát­ast af völd­um henn­ar eru nokkuð mis­mun­andi, en yf­ir­leitt er talað um að 2/​​​3 þeirra sem sýk­ist af veirunni lát­ist inn­an nokk­urra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert