Samþykkja að draga úr losun

AFP

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.

Samkvæmt frétt BBC náðist samkomulagið eftir harða orðræðu á fundi í Brussel þar sem fulltrúar einhverra ríkja vilja tryggja sína hagsmuni. Á það einkum við lönd sem reiða sig mjög á notkun kola. Umhverfissamtök fagna samkomulaginu en telja að ekki sé nægjanlega langt gengið. 

Leiðtogarnir samþykktu einnig að auka notkun endurnýtanlegrar orku og að hún verði um 27% af heildarorkunotkun meðal ríkjanna. 

Pólsk yfirvöld óttast, en Pólverjar treysta mjög á kol sem orkugjafa, að þetta þýði aukinn kostnað sem dragi úr hagvexti. Ótti Pólverja endurómaði í ummælum leiðtoga annarra ríkja í Austur- og Mið-Evrópu.

Forseti framkvæmdastjórnarinnar, Herman Van Rompuy, segir að einhver fátækari ríki ESB muni fá aðstoð, meðal annars úr sjóðum sambandsins, til þess að ná markmiðum þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert