Stúlka í Malí látin úr ebólu

Yfir 4.900 hafa lát­ist af völd­um ebóluveirunnar.
Yfir 4.900 hafa lát­ist af völd­um ebóluveirunnar. AFP

Tveggja ára gömul stelpa lést af völdum ebóluveirunnar í Malí í dag. Stúlkan var nýlega komin til landsins eftir heimsókn til Gíneu, þar sem hún sýktist. Um var að ræða fyrsta ebólu tilfellið í vestur-afríska ríkinu.

Stúlkan lést á milli klukkan 16 og 17 á staðartíma. AFP fréttastofan greinir frá þessu.

Yfir 4.900 hafa nú lát­ist af völd­um veirunn­ar, sem geis­ar harðast í Líb­eríu, Gín­eu og Síerra Leóne. 

Veir­an smit­ast með blóði og lík­ams­vess­um og ekk­ert bólu­efni er til gegn henni. Töl­ur um hlut­fall þeirra sem lát­ast af völd­um henn­ar eru nokkuð mis­mun­andi, en yf­ir­leitt er talað um að 2/​​3 þeirra sem sýk­ist af veirunni lát­ist inn­an nokk­urra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert