Berjast fyrir réttindum samkynhneigðra

Tugir þúsunda gengu götur Tapei í Tævan í dag til að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra í landinu. Skrúðgangan er stærsta réttindaganga hinsegin fólks í Asíu.

Margir tóku þátt í göngunni til að þrýsta á þingmenn í landinu að samþykkja lög sem heimila hjónabönd samkynhneigðra.

Gangan, sem nefnist „Walk in Queers’ Shoes,“ eða Gangið í skóm hinsegin fólks, var í dag haldin í 12. skipti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert