Dæmdur fyrir morð 35 árum síðar

Líkamsleifar konunnar fundust í kirkjugarði í apríl árið 1979.
Líkamsleifar konunnar fundust í kirkjugarði í apríl árið 1979. AFP

Michael Rodriguez, sextugur maður frá New York í Bandaríkjunum, hefur verið fundinn sekur um að stinga eiginkonu sína til dauða árið 1979. 

Líkamsleifar eiginkonu hans, hinnar 21 árs gömlu Patriciu Rodriguez, fundust í kirkjugarði í apríl árið 1979. Samkvæmt lögreglu hafði konan verið stungin yfir hundrað sinnum. 

Lögregla enduropnaði morðmálið, sem ekki hafði verið leyst, árið 2009, og var Rodriguez ákærður fyrir morðið í nóvember á síðasta ári. Rannsóknaraðilar notuðu tækni sem ekki var komin fram á þeim tíma sem morðið var framið, og endurskoðuðu þannig vísbendingar sem fundust í kirkjugarðinum. 

Rannsóknin leiddi til þess að Rodriguez var í gær fundinn sekur um morð af annarri gráðu. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert