Endurheimtu borg úr höndum Ríki íslam

Samtökin Ríki íslam hafa ráðið yfir Zumar síðan í júní.
Samtökin Ríki íslam hafa ráðið yfir Zumar síðan í júní. AFP/AHMED DEEB

Kúrdar í norðurhluta Írak hafa endurheimt borgina Zumar úr höndum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Ríki íslam. Borgin, sem er 60 km norður af borginni Mosul, stærstu borg sem Ríki íslam hefur yfirráð yfir, hafði verið undir stjórn hryðjuverkasamtakanna frá því í júní.

Kúrdarnir segjast hafa þvingað vígamennina frá miðbæ Zumar með hjálp loftárása Bandaríkjahers, sem hefur gert 22 loftárásir á vígamenn hryðjuverkasamtakanna í Írak í gær og í dag. Þetta kemur fram á fréttaveitu AFP.

Sunnar í landinu hafa íraskar öryggissveitir varist í bænum Jurf al-Sakhar skammt frá Bagdad, en vígamenn Ríkis íslam hafa þar reynt að ná á sitt vald gönguleið sem farin er af shía pílagrímum.

Liðsmenn Ríkis íslam hafa náð stórum hlutum Íraks og Sýrlands á sitt vald frá því í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert