Google-stjóri sló met Baumgartners

Alan Eustace sést hér svífa til jarðar eftir stökkið.
Alan Eustace sést hér svífa til jarðar eftir stökkið. AFP

Alan Eustace, aðstoðarforstjóri Google, hefur slegið met sem austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner setti árið 2012 með því að stökkva úr um 40 km hæð til jarðar. Met Baumgartners var 39 km.

Helíumloftbelgur flutti Eustace upp rétta hæð áður en hann lét sig falla yfir Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Þetta er því hæsta fallhlífarstökk sem nokkur maður hefur stokkið.

Eustace, sem er 57 ára gamall, var í sérhönnuðum geimbúningi þegar hann stökk og náði hann yfir 1.300 km hraða á leiðinni niður. Hann rauf hljóðmúrinn og það heyrðist hvellur er hann sló nokkur met sem hafa verið sett í fallhlífarstokki, að því er segir á vef BBC.

Stökkið er hluti af verkefni sem Paragon Space Development Corporation fer fyrir, en markmiðið er að rannsaka heiðhvolfið sem er yfir 30 km hæð. 

Eustace lenti heilu og höldnu eftir að hafa stokkið 135.890 feta hæð klukkan 9:09 að staðartíma í gær, eða um kl. 16:09 að íslenskum tíma. Met Baumgartners var sett fyrir tveimur árum en hann stökk þá úr 128.000 feta hæð. 

Hér má sjá loftbelginn sem flutti Eustace upp í heiðhvolfið.
Hér má sjá loftbelginn sem flutti Eustace upp í heiðhvolfið. AFP
Alan Eustace var sáttur.
Alan Eustace var sáttur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert