Neyðarlög í gildi á Sínaískaga

AFP

Stjórnvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað neyðarlög á Sínaískaga eftir að 30 hermenn létu þar lífið þegar bílasprengja sprakk við fyrr í dag. Þrjátíu til viðbótar særðust, en talið er að hóp­ur íslam­ista hafi staðið á bak við hermd­ar­verkið.

Neyðarlögin taka gildi klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma og verða í gildi á hluta Sínaí í þrjá mánuði. Ákveðið var einnig að loka landamærastöðinni við Rafah á Gaza-ströndinni.

Árás­in varð skammt frá bæn­um El Arish, sem er stærsti bær skag­ans. A.m.k. 25 her­menn féllu og er árás­in ein sú mann­skæðasta sem hef­ur verið gerð á Sín­aískaga und­an­farna mánuði. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna tilræðisins, en grunur beinist að samtökunum Ansar Beit al-Maqdis. Yfir 20 liðsmenn samtakanna hafa verið vegnir í þessum mánuði. 

Egypski her­inn hef­ur bar­ist gegn hópi upp­reisn­ar­manna á skag­an­um, en þeir hafa staðið á bak við marg­ar árás­ir þar. Lög­leysa hef­ur ríkt á svæðinu frá því Hosni Mubarak var steypt af stóli for­seta árið 2011. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert