Fundu lífsýni þjófsins í klósettinu

Það borgar sig að sturta niður.
Það borgar sig að sturta niður. Wikipedia

Lögreglan í Albuquerque í Bandaríkjunum komst á spor ræningja því hann gleymdi að sturta niður eftir að hafa gert þarfir sínar. Lífsýni sem tekin voru úr klósettu leiddu til handtöku mannsins en hann var grunaður um að hafa rænt dýrmætum skartgripum af heimili fólks sem var í fríi.

Ræningjanum varð augljóslega mál í miðju innbroti. Hann fór því á klósettið en gleymdi að sturta niður.

Hann var líka ekki varkárari en svo að hann drakk úr kókdós sem var í ísskápnum á heimilinu og skyldi eftir lífssýni á dósinni.

DNA-rannsókn leiddi í ljós hver innbrotsþjófurinn var, 33 ára karlmaður sem hafði nýlega setið í fangelsi, að því er fram kemur í frétt AP-fréttastofunnar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert