Hundur kom upp um eiganda sinn

Hundar eru til margra hluta nytsamlegir.
Hundar eru til margra hluta nytsamlegir. AFP

Lögreglan í Alabama í Bandaríkjunum segir að hundur hafi aðstoðað við að koma upp um eiganda sinn. Eigandinn var grunaður um fíkniefnamisferli.

Talsmaður lögreglunnar í bænum Prattville segir að hundurinn, hann Bo, hafi elt eiganda sinn sem hafði flúið undan lögreglunni. Þegar hundurinn svo stoppaði og fór að dilla skottinu í háu grasi, hafi felustaður eigandans fundist.

Eltingaleikurinn við manninn hófst er tveir lögreglumenn úr fíkniefnadeildinni komu að húsi mannsins með húsleitarheimild. Maðurinn flúði af vettvangi.

Annar lögreglumannanna sagði þá Bo að „finna“ eigandann og það gerði hann, samviskusamlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert