Trúðabúningar bannaðir

Trúður í Madríd í vikunni.
Trúður í Madríd í vikunni. AFP

Þorpsyfirvöld í Vendargues í suður-Frakklandi hefur nú bannað unglingum að klæðast sem trúðar á Hrekkjavöku sem fram fer á morgun. Er það vegna ákveðinnar tískubylgju sem hefur myndast meðal unglinga sem snýst um að klæðast sem trúðar og ógna fólki.

Sagt var frá því um helgina að ógn­andi trúðar hafi valdið skelf­ingu meðal íbúa í bæj­um í Frakklandi. Voru þeir vopnaðir byss­um, hníf­um og hafna­bolta­kylf­um. 14 ung­menni sem stóðu fyr­ir uppá­kom­unni voru handtekin í kjölfarið. 

Í síðustu viku var 19 ára gamall maður dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ógna vegfarendum klæddur sem trúður í bænum Bethune. Í Montpellier hljóp síðan maður klæddur í trúðabúning annann mann niður og lamdi hann með járnstöng. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi í fjóra mánuði.

Að sögn talsmanns þorpsráðsins, Bruno Giraudo vilja yfirvöld forðast alla truflun frá „illum trúðum.“

„Þetta snýst um að vernda börn með því að stöðva trúða með slæman ásetning frá því að blandast saman við íbúa,“ sagði Giraudo.

Samkvæmt heimasíðu þorpsráðsins verður einstaklingum eða hópum af fólki eldra en 13 ára bannað að klæðast sem trúðar á götum bæjarins 31. október og 1. nóvember. Eftir það þurfa allir eldri en 13 ára að biðja um leyfi áður en þeir mega klæðast sem trúðar opinberlega.

Trúðar valda skelfingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert