Flytja líkamsleifar til Hollands

Við flak MH17
Við flak MH17 AFP

Hollenskir sérfræðingar í réttarmeinafræði eru komnir aftur á staðinn þar sem MH17 brotlenti. Hópurinn hyggst safna líkamsleifum farþega vélarinnar þrátt fyrir átök á svæðinu. Vélin, sem var frá Malasíu, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí.

Búið er að bera kennsl á 289 farþega en í heild voru 298 manns um borð. Líkamsleifarnar eru margar afar illa farnar og er ekki hægt að styðjast við tannlæknaskýrslur, rannsókn á lífssýnum eða fingraför.

Líkamsleifarnar sem hópurinn safnaði í dag verða fluttar til úkraínsku borgarinnar Kharkiv og því næst til Hollands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert