Gróðrarstía eineltis

Foreldrar eru beðnir um að gæta þess að það sé …
Foreldrar eru beðnir um að gæta þess að það sé ekki verið að skilja út undan á hrekkjavökunni. AFP

Hrekkjavökupartí eru haldin víða um heim þessa dagana en hún er 31. október ár hvert, daginn fyrir allraheilagamessu. Flest börn hlakka til þessa dags en ekki öll því sumum börnum er ekki boðið í neitt partí í tilefni hrekkjavökunnar og eru með stóran hnút í maganum vegna þessa. Þetta kemur fram í frétt Aftenposten en í Noregi biðja Unicef-samtökin foreldra að tryggja að enginn sé skilinn útundan.

Kristin Oudmayer, sérfræðingur hjá Unicef og einn helsti sérfræðingur Noregs í eineltismálum, segir að Unicef setji sig alls ekki upp á móti hrekkjavökunni heldur vilji benda á að hátíðin geti ýtt undir það að einhver börn séu skilin útundan. Þeim sé ekki boðið í veislur í tilefni hrekkjavöku og ekki boðið með að ganga á milli húsa og sníkja sælgæti.

Þetta geti jafnvel verið þungbærara fyrir börn en að vera ekki boðið í afmæli hjá skólasystkinum. Hún beinir orðum sínum til foreldra: Ekki láta börn ykkar ein um að ákveða hverjum sé boðið því þau velja eðlilega bara bestu vini sína. Búið frekar til meira pláss við borðið og leyfið fleirum að vera með. 

Oudmayer nefnir konu sem á þrjú börn í skóla sem ekki var boðið í neina hrekkjavökuveislu og þegar hún kannaði hjá skólafélögum þeirra kom í ljós að þau höfðu öll gert aðrar ráðstafanir.

AFP
Hrekkjavakan er í dag.
Hrekkjavakan er í dag. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert