Höfða mál út af hvarfi MH370

Þotunnar er enn leitað í Indlandshafi
Þotunnar er enn leitað í Indlandshafi AFP

Tveir malasískir drengir hafa höfðað mál gegn Malaysia Airlines og ríkisstjórn landsins vegna hvarfs flugs MH370 en faðir þeirra var um borð í vélinni sem hvarf á leið frá Kuala Lumpur til Peking fyrir átta mánuðum.

Drengirnir Jee Kinson, 13 ára Jee Kinland, 11 ára, eru synir Jee Jing Hang en þeir saka flugmálayfirvöld um vanrækslu þar sem þau hafi ekki reynt að hafa samband við flugvélina fljótlega eftir að hún hvarf af ratsjám þann 8. mars með 239 manns um borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert