Eldflaugin sprengd af ásettu ráði í öryggisskyni

Eldflaugin var sprengd viljandi af eftir að bilun kom í …
Eldflaugin var sprengd viljandi af eftir að bilun kom í ljós, til þess að afstýra hættu.

Talsmaður Orbital Sciences Corporation, fyrirtækisins sem átti eldflaugina sem sprakk nokkrum sekúndum eftir flugtak á þriðjudaginn, segir að eldflaugin hafi verið sprengd af ásettu ráði eftir að í ljós kom bilun í flauginni.

Strax í fyrsta fasa flugtaksins eiga að hafa komið upp vandræði. Eldflaugin var því sprengd áður en hún féll til jarðar. 

Mark Kelly, fyrrverandi geimfari og ráðgjafi SpaceX-fyrirtækisins, segir ákvörðunina hafa verið rétta. „Eldflaugin var sprengd um leið og það kom í ljós að hún var ekki að komast á sporbaug. Þannig var komið í veg fyrir stórslys sem hefði getað orðið ef flaugin hefði brotlent í íbúðabyggð,“ segir hann í samtali við CNN

Eldflaugin var á leið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar með vistir og vísindalegan búnað. Um var að ræða fjögurra mánaða vistir handa starfsmönnum geimstöðvarinnar. Nasa hefur þó staðfest að þeir séu með nægar vistir eins og staðan er, og eru því ekki í hættu vegna slyssins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert