Fimm dæmd fyrir kynfæralimlestingar

Kynfæralimlestingar hafa viðgengist í Úganda í fleiri ár. Myndin er …
Kynfæralimlestingar hafa viðgengist í Úganda í fleiri ár. Myndin er úr safni. AFP

Fimm manns, konur og karlar, hafa verið dæmd í fangelsi í Úganda fyrir kynfæralimlestingar á ungum stúlkum. Sjaldgæft er að fólk sem dæmt fyrir slíkt í landinu en nú er verið að skera upp herör gegn umskurði sem tíðkast hefur á stúlkum lengi. Aðgerðirnar eru misjafnar en stundum er snípur stúlknanna m.a. skorinn af.

Í hópurinn var handtekinn í austurhluta Úganda í síðustu viku. Öll hin handteknu játuðu sök. Þau fengu fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot sín.

Kynfæralimlestingar hafa verið bannaðar með lögum í Úganda frá árinu 2010. Síðan þá hafa nokkrir verið handteknir en mjög sjaldgæft er að ákært sé í slíkum málum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert