Fyrsti ebólusjúklingurinn í Sviss

Kúbanskur læknir sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne kom seint í gærkvöldi til Genfar í Sviss þar sem hann nýtur læknisaðstoðar.

Flugvélin sem flutti Felix Baez Sarria lenti á flugvellinum í Genf og var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús en þangað var komið með hann um miðnætti, samkvæmt frétt France24. 

Sarria er fyrsti ebólusjúklingurinn sem fær meðferð í Sviss. Hann er 43 ára og einn 165 kúbanskra lækna sem starfa með ebólusjúklingum í Síerra Leóne. Alls eru 5.420 látnir úr ebólu og 15.145 hafa smitast, flestir í Vestur-Afríku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert