Gríðarsterkur jarðskjálfti í Kína

Frá Chengdu í Kína.
Frá Chengdu í Kína. Mynd/Wikipedia

Einn er látinn og um 60 slasaðir eftir jarðskjálfta að stærð 5,9 sem varð í Sichuan-héraði í suðvesturhluta Kína. Byggingar og hof hristust af krafti og húsgögn fóru á hreyfingu. 

Hinn látni var kona á sjötugsaldri, en hún lést eftir að glas féll í höfuðið á henni. Spítalarnir í bænum fylltust eftir jarðskjálftann þegar um sextíu manns leituðu sér aðstoðar vegna ýmissa áverka. Kínverskir miðlar greina frá nokkrum sprungum á stórum byggingum í héraðinu en ekkert alvarlegt tjón hefur þó greinst enn. Í Sichuan-héraði búa aðallega Kínverjar af tíbetskum uppruna.

„Gluggarnir í húsinu hristust allir,“ segir íbúi í Chengdu, höfuðborg Sichuan-héraðs, í samtali við AFP-fréttastofuna. „Margir hlupu strax úr úr húsum sínum,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert