Segir Vesturlönd vilja stjórnarskipti í Moskvu

Sergei Lavrov
Sergei Lavrov AFP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar stjórnvöld á Vesturlöndum um að reyna með viðskiptaþvingunum að knýja fram stjórnarskipti í Rússlandi.

„Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja þvinga Rússland til að breyta um stefnu; þau vilja knýja fram stjórnarskipti,“ sagði Lavrov á fundi í Moskvu í dag.

Samskipti Vesturlanda og Rússlands hafa verið mjög stirð undanfarin misseri vegna Úkraínu-deilunnar. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sett viðskiptaþvinganir á Rússland og sagt að þær verði hertar enn frekar ef stjórnvöld í Rússlandi haldi áfram að senda uppreisnarmönnum vopn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert