Socrates grunaður um fjársvik

Jose Socrates var í haldi lögreglunnar í nótt og verður …
Jose Socrates var í haldi lögreglunnar í nótt og verður yfirheyrður í dag. AFP

Jose Socrates, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn portúgölsku lögreglunnar á meintum fjársvikum.

Socrates var handtekinn á flugvelli í höfuðborginni Lissabon í gær. Hann leiddi miðvinstristjórn frá 2005 til 2011. 

Alls hafa fjórir verið handteknir í tengslum við rannsóknina sem tengist peningaþvætti og mútugjöf, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur jafnframt fram að rannsóknir á fleiri meintum spillingarmálum í Portúgal standi einnig yfir.

Hann var í haldi lögreglu í nótt og var yfirheyrður í dag. 

Ríkissaksóknari landsins segir að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Um 70 lögreglumenn og starfsmenn skattrannsóknarstjórans aðstoðuðu við leitina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert