Um 70 menn réðust á rútuna

Í september 2013 réðust al-Shebab hryðjuverkasamtökin á Westgate verslunarmiðstöðina í …
Í september 2013 réðust al-Shebab hryðjuverkasamtökin á Westgate verslunarmiðstöðina í Nairobi. 67 létust í árásinni. TONY KARUMBA

Um 70 menn úr al-Shebab-hryðjuverkasamtökunum sem réðust á rútu fulla af ferðamönnum í Kenía í morgun skutu á rútuna til að reyna að stoppa hana. Bílstjóri rútunnar reyndi að komast undan en árásarmennirnir náðu á endanum að stoppa hana.

Þetta segir 25 ára gamall maður sem var í rútunni. Hann segir að eftir að árásarmennirnir höfðu stöðvað rútuna hafi þeir sem voru ekki múslimar verið aðskildir frá hinum. Þeim hafi verið skipað að fara inn í rútuna og var síðan ekið á brott. Sá sem ók rútunni festi hana hins vegar fljótlega. Í kjölfarið hafi allir sem í henni voru, 28 menn, verið myrtir.

Um 80% Keníumanna eru kristin. Al-Shebab-hryðjuverkasamtökin hafa framið mörg ofbeldisverk í Kenía á síðustu þremur árum.

Ástæða þessa hryðjuverks er talin vera sú að lögregla í Kenía handtók um 350 manns nýlega í kjölfar ofbeldisverka í landinu.

Tóku 28 ferðamenn af lífi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert