Skaut palestínskan dreng til bana

AFP

Yfirvöld í Jerúsalem hafa kært Ísraelskan lögregluþjón fyrir manndráp, en hann er talinn hafa skotið palestínskan dreng til bana í átökum fyrr á árinu.

Drengurinn hét Nadeem Nuwarah og var 17 ára gamall. Hann lést 15. maí sl. eftir að hafa verið skotinn í borginni Beitunia þegar átök komu upp á milli ísraelskra sveita og palestínskra mótmælenda á lýðveldisdegi Ísrael, Nakba.

Myndbandsupptaka náðist af lögreglumanninum, sem vann við landamæragæslu, hleypa af byssu sinni þegar hann stóð með fimm öðrum lögregluþjónum. Talið er að sama skot hafi endað í bringu drengsins, sem lést samstundis. 

Ísraelsk yfirvöld höfðu neitað því að lögregluþjónar sem unnu við landamæragæslu bæru lífshættuleg skotvopn, og hefur árásin því verið fordæmd af mörgum.

Maðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði og hefur neitað ásökununum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert