Beðið niðurstöðu kviðdóms í Ferguson

Kviðdómur í bænum Ferguson í Missouri-ríki í Bandaríkjunum hefur komist að niðurstöðu um það hvort ákæra eigi lögreglumanninn Darren Wilson fyrir að skjóta Michael Brown, 18 ára þeldökkan ungling, til bana í ágúst. Atburðurinn leiddi til gríðarlegra mótmæla í bænum.

Ekki hefur verið upplýst opinberlega hver niðurstaða kviðdómsins er en hún gæti verið allt frá því að ákæra lögreglumanninn fyrir morð eða að ákæra hann ekki á þeim forsendum að hann hafi skotið Brown í sjálfsvörn.

Óttast er að hver sem niðurstaðan verði leiði hún til frekari mótmæla og átaka í Ferguson og hefur ríkissjóri Missouri af þeim sökum kallað úr þjóðvarðlið ríkisins. Þá hefur fjöldi lögreglumanna verið sendur til bæjarins og þar á meðal frá bandarísku alríkislögreglunni FBI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert